Reglur Bókaklúbbs Íslands
1. Markmið klúbbsins
Bókaklúbbur Íslands hefur það markmið að efla lestraráhuga, skapa umræðuvettvang um bókmenntir og stuðla að góðum félagsskap á meðal bókaunnenda.
2. Skyldur meðlima
- Allir meðlimir skulu lesa þær bækur sem valdar eru hverju sinni.
- Ef meðlimur les ekki bókina án gildrar ástæðu getur honum verið vikið úr klúbbnum fyrirvaralaust.
- Meðlimir skulu hafa aðgang að Goodreads og gefa hverri lesinni bók einkunn eftir lestur.
- Meðlimir skulu horfa á Kiljuna vikulega á meðan þátturinn er í loftinu til að vera upplýstir um bókmenntalíf þjóðarinnar.
- Meðlimir skulu sýna virðingu og jákvæðni í umræðum og hvattir til að sitja alla umræðufundi.
3. Stjórn klúbbsins
-
Stjórn Bókaklúbbs Íslands fer með allt ákvörðunarvald varðandi starfsemi klúbbsins, þar með talið:
- Val á bókum
- Rekstur og skipulag funda
- Ákvarðanir um undirklúbba (t.d. matarklúbb eða kvikmyndaklúbb)
- Nýir stjórnarmenn fara aftast í röðina við val á bókum.
- Stjórnin skal gæta jafnræðis og fjölbreytni við val á lesefni.
- Stjórnarmeðlimir skulu sitja stjórnarfundi og geta sætt við refsingu ef þeir mæta ekki á setta fundi.
4. Val á bókum
- Stjórn klúbbsins ákveður hvaða bækur eru lesnar.
- Sjálfshjálparbækur og trúarrit eru ekki leyfð innan klúbbsins.
- Mælt er með fjölbreyttu bókavali, bæði íslenskum og erlendum höfundum af öllum kynjum, mismunandi bókmenntagreinum og bækur með menningarlegt gildi
5. Notkun gervigreindar
-
Öll notkun gervigreindar (AI) í tengslum við störf klúbbsins er stranglega bönnuð, þar með talið:
- Samantektir, greiningar eða bókadómar sem unnir eru með aðstoð gervigreindar.
- Sá sem verður uppvís að slíkri notkun skal vera vikið umsvifalaust úr klúbbnum.
6. Meðlimaskrá og úrsagnir
- Meðlimir skuldbinda sig til virkrar þátttöku í starfi klúbbsins.
- Ekki er heimilt að segja sig úr klúbbnum nema mjög gildar ástæður liggi fyrir.
-
Brottfall eða brot á reglum getur leitt til:
- Áminningar
- Tímabundins þátttökubanns (t.d. ekki leyfi til að lesa næstu bók)
- Brottvísunar úr klúbbnum.
7. Viðaukar og breytingar
- Breytingar á reglum skulu samþykktar af stjórn klúbbsins með einföldum meirihluta.
- Nýjar reglur eða viðbætur skulu kynntar öllum meðlimum fyrir gildistöku.
Bókaklúbbur Íslands