Gildi Bókaklúbbs Íslands

1. Menningarlegt vægi bókarinnar

Við trúum á bókina sem menningarlega stoð og spegil mannlífsins. Lestur og bókmenntir eru hjartað í menningarlífi þjóðarinnar og við viljum varðveita þann arf með virðingu og eldmóði.

2. Mannleg tengsl og samræður

Við hittumst í anda opinnar umræðu og gagnkvæmrar virðingar. Í samtölum okkar blómstrar skilningur, samkennd og áhugi á sjónarhornum annarra.

3. Sjálfstæð hugsun

Við leggjum áherslu á gagnrýna hugsun og frjálsa skoðanamyndun. Engin ein sýn ræður ríkjum heldur fjölbreytni, ígrundun og dýpt.

4. Höfnun gervigreindar í bókmenntaumræðu

Við þvertökum fyrir notkun gervigreindar í ritstörfum, bókmenntaumfjöllun eða skapandi vinnu innan klúbbsins. Við teljum að bókmenntir eigi rætur í mannlegri reynslu, tilfinningu og innsæi ekki vélrænni úrvinnslu.

5. Gæði og virðing

Við leggjum metnað í að velja verk sem hafa listrænt og huglægt gildi. Við tökum bókmenntum alvarlega og nálgumst þær með fagurfræðilegri forvitni og alvöru

6. Samfélagsleg ábyrgð

Við viljum efla íslenska bókmenntamenningu og stuðla að lifandi umræðu um sögur, sagnalist og siðvit. Lesandinn er samfélagsvera og bókmenntir eru brú milli kynslóða og menningarheima.

Stefna Bókaklúbbs Íslands

Bókaklúbbur Íslands er vettvangur fyrir lestraráhuga, menningu og hugsandi samveru. Við trúum því að bókmenntir séu ein sterkasta birtingarmynd mannlegrar sköpunar, og að lestur sé ekki aðeins afþreying heldur lífsviðhorf og leið til að dýpka skilning á sjálfum sér og heiminum.

Klúbburinn leggur áherslu á að efla lestur, gagnrýna hugsun og bókmenntamenningu á Íslandi. Við viljum skapa umhverfi þar sem samtal um bækur, höfunda og hugmyndir getur þrifist í anda virðingar og menningarlegs metnaðar.

Við vinnum að því að:

  • Styrkja tengsl milli lesenda, höfunda og bókmenntahefðar
  • Efla vitund um íslenskan og erlendan bókmenntaarf
  • Varðveita mannlega nálgun við lestur og ritstörf
  • Standa vörð um gildi hins lifandi orðs í heimi þar sem tækni og hraði ógna dýpt hugsunar.

Klúbburinn stendur sjálfstæður, án hagsmunatengsla við útgáfufyrirtæki, stjórnmálaflokka eða stafræna áhrifavalda. Allt starf innan klúbbsins byggir á trú á mannlega sköpun, heiðarleika í umræðu og virðingu fyrir bókmenntum sem listformi.